fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Er þetta dóttir einræðisherrans í Norður Kóreu?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 23. september 2022 19:36

Er þetta valdamesta barn Norður Kóreu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt er vitað um einkalíf einræðisherrans í Norður Kóreu, Kim Jong-un, annað en hann er giftur fyrrverandi söngstjörnunni Ri Solju.

Er þetta valdamesta barn Norður Kóreu?

Valdamenn Kim ættarinnar hafa ávallt gætt þess að láta ekkert uppi um fjölskyldumynstur sitt. Lítið sem ekkert var vitað um hjúskaparstöðu föður og afar einræðisherran né fjölda barna. Til að mynda var lengi vel ekki vitað af tilveru Kim Jong-un sem var vandlega falinn fram á fullorðinsár.

Er slíku haldið leyndu til að tryggja öryggi valdaættarinnar.

Einræðisherrann þéttvaxni rauf þó þá hefð með því að kynna eiginkonu sína til sögunnar árið 2012 og er það í fyrsta skipti sem Norður Kórea á opinberlega forsetafrú.

Körfuboltakappinn Dennis Rodman er vinur Kim Jong-un og eftir eina heimsókn sína til lokaðasta lands heims árið 2013 missti hann út úr sér að hafa hitt barnunga dóttur einræðisherrans.

Stúlkan þykir skera sig úr.

Forsetafrúin hverfur reglulega úr þarlendum miðlum, hugsanlega þegar hún er ófrísk, og er talið að þau hjón eigi þrjú börn, tvær dætur og langþráðan son.

En á myndbandi sem tekið var upp á hátíðisdegi fyrr í mánuðum sést stúlka sem margir eru handvissir um að sé elsta dóttir einræðisherrans. Hún mun heita Kim Juae og sést dansa og syngja fyrir þau hjón svo og aðra háttsetta flokksmeðlimi, meðal annars yngri systur Kim Jong-un, Kim Yojong. Sú þurrkar tár af barmi við söng barnanna og hefur það vakið athygli enda ekki talin tilfinningaríkur einstaklingur.

Þótt um hóp barna sé að ræða sker þessi ákveðna stúlka sig úr auk þess sem aldur hennar passar við frásögn Rodman.

Forsetafrúin sýnir henni sérstaka athygli.

Hún er sú eina sem ekki er með tagl í hári, hún er sú eina í hvítum sokkum og hún er eina barnið sem mynduð er í nærmynd. Kim hjónin virðast einnig fylgjast með henni af sérstökum áhuga og þegar að sýningin var endurtekin kvöldið eftir, þá án nærveru einræðisherrans, var stúlkan ekki með í hópi barnanna.

Einræðisherrann og frú hans horfa á hana þegar þau fara á svið að heilsa upp á börnin og leggur Ri Soljun hönd á öxl stúlkunnar. Telpan er einnig mun rólegri en hin börnin sem algjörlega missa sig við að hitta forseta sinn sem litið er á sem guð í landinu. Hún heldur sig til hlés á meðan þau hlaupa að honum og ýtir meira að segja einu barni frá leiðtoganum.

Kim Jong-un og eiginkonan hans sem er ekki víst hvað í raun heitir.

Jafnvel þótt ða Kim Jong-un hafi brotið blað með því að kynna eiginkonu til leiks er lítið vitað um hana. Aldur hennar er óþekktur og margir telja nafn hennar dulnefni.

Hér má sjá myndbandið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Í gær

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“