fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Játning á byrlun og símastuldi kemur fyrir í greinargerð saksóknarara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. september 2022 20:30

Til hægri: Páll Steingrímsson. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umfjöllun um rannsókn lögreglunnar á Akureyri á máli sem varðar stuld á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, hefur verið varpað fram efasemdum um að honum hafi verið byrlað. Hefur því verið haldið fram að ekkert liggi fyrir sem staðfesti að Páll hafi verið þolandi byrlunar í aðdraganda þess að hann veiktist hastarlega vorið 2021, síma hans var stolið og gögn afrituð úr honum. .

Því hefur verið haldið fram að kona nákomin Páli hafi byrlað honum og stolið síma hans, Í greinargerð saksóknara í málinu, byggt á lögrgluskýrslum, segir þar að aðili sem kallaður er X hafi játað í yfirheyrslu þann 5. október 2021 að hafa sett ótilgreint lyf út í drykk Páls. Segir einnig í skýrslunni að er þarna hafi verið komið í viðtalinu hafi lögmaður aðilans stöðvað játninguna. Sá lögmaður er Lára V. Júlíusdóttir.

Í greinargerðinni er einnig haft eftir aðila X að hún hafi verið með síma Páls er hann lá á sjúkrahúsi í maí 2021. Hún játar að hafa skoðað gögn í símanum sem og að hafa afhent fjölmiðlamönnum símann. Gaf hún ekki upp í yfirheyrslunni hvaða fjölmiðlamönnum hún afhenti símann. Hún afhenti Páli síðan símann aftur er hann útskrifaðist af sjúkrahúsi þann 11. maí 2021.

Samkvæmt heimildum DV neitar konan því þó tvisvar síðar í lögregluyfirheyrslum að hafa byrlað Páli eða nokkrum manni.

Frétt hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttar var staðhæft að DV hefði undir höndum brot af lögregluskýrslum málsins. Það er rangt. Gögnin sem um ræðir er greinargerð saksóknara í málinu en þar er m.a. vísað í lögregluskýrslur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Í gær

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“