fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Auður snýr aftur og gefur út lag með Bubba

Fókus
Fimmtudaginn 22. september 2022 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem er hvað þekktastur undir listamannanafninu Auður, var einn helsti popptónlistarmaður þjóðarinnar þar til ásakanir um kynferðisofbeldi komu upp á síðasta ári. Eftir að fjallað var um málið í fjölmiðlum gaf Auður út yfirlýsingu þar sem hann viðurkenndi að hafa farið yfir mörk. Hann sagði þó að flökkusögur um alvarleg afbrot sem höfðu verið á flugi ættu sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Auður hefur síðan þá stigið fram í viðtali við bæði Stöð 2 og DV og rætt um ásakanirnar og sjálfsvinnuna sem hann fór í þegar vakin var athygli á þeim. Í viðtalinu við DV sagði hann til dæmis að hann hafi sjálfur gert fullt af mistökum um ævina. „En legg mig fram við að læra af þeim, gera betur og bæta fyrir þau.“

Nú er tónlistarmaðurinn að snúa aftur en hann gerir það í samstarfi við einn ástsælasta tónlistarmann landsins, Bubba Morthens. Á miðnætti í kvöld gefur hann út sitt fyrsta lag síðan fjallað var um ásakanirnar en það ber nafnið Tárin falla hægt.

„Bubbi Morthens og Auður leiða saman hesta sína í nýjum haustslagara. Lagið ber nafnið Tárin falla hægt og er þeirra fyrsta samstarfsverkefni. Stórir gítarar, stríðstrommur og angurvær hljóðheimur einkenna lagið,“ segir í tilkynningu um útfáfu lagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“