fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Helgi gagnrýnir skeytingarleysi lögreglu: „Löggan gerir bara samt ekki neitt, jafnvel þótt þú finnir þjófinn“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. september 2022 19:03

Helgi Hrafn Gunnarsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eins og faraldur geisi þegar kemur að þjófnaði á reiðhjólum þessa dagana á höfuðborgarsvæðinu og sterkir lásar stöðva ekki þessa þjófa. Lögreglan gerir hins vegar lítið sem ekkert þegar fólk kærir reiðhjólaþjófnað, jafnvel þó fólk afhendi lögreglu myndband þar sem þjófurinn sést greinilega.

„Hjólaþjófnaður veldur ekki einungis þeim skaða að eigandinn tapi verðmætum, heldur grefur hann undan fýsileika hjólreiða sem samgöngumáta,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður.

„Þess vegna er mikilvægt að lögreglan taki hjólaþjófnað alvarlega. Ef hún gerir það ekki, þá eykur það nauðsyn þess að fólk velji aðra dýrari, óumhverfisvænni, óhollari kosti – í einu orði verri – jafnvel þótt hjól henti því að öllu öðru leyti mjög vel.

Skaðinn er ekki bara verðmætamissirinn, sem þó getur verið mjög mikill. Skaðinn verður líka á samgöngukerfinu sjálfu,“ segir Helgi á Facebooksíðu sinni.

Sjá einnig: Hjóli Gísla Arnar var stolið á meðan hann sýndi til styrktar góðgerðarmála – Lás „af dýrustu gerð“ tekinn í sundur með slípirokk

DV greindi frá því í dag að reiðhjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar var stolið um helgina á meðan hann var á sviði í Borgarleikhúsinu. Um var að ræða flott hjól frá framleiðandanum Cube. Gísli Örn sagði að hjólinu hafi verið læst með lás af dýrustu gerð en þjófurinn hafi hins vegar notað slípirokk til að losa hjólið. Þetta hafi allt aðeins tekið örfáar sekúntur, eins og sást á myndbandi úr öryggismyndavél Borgarleikhússins.

Hjólaþjófnaður sé refsilaus glæpur

Hermann Björgvin nokkur tekur þátt í umræðunni hjá Helga Hrafni og vill einfaldlega láta herða refsingar vegna þjófnaða á hjólum: „og svo hvetja fólk til að nota apple airtags eða álíka á hjólin. Þá er áhættan meiri fyrir þjófin sem tekur hjól, þurfa ekki nema kannski eitt af fimm hjólum að vera með slíkt ef að tekið er rétt á þá dreifist það fljótt að það er slæm hugmynd að taka hjól. Ætti í raun að vera svipað og að stela bíl.“

Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, er mikil hjólakona og bendir hún Hermanni á að það þurfi „fólk úti í bæ“ til að hjálpa þolendum hjólaþjófnaða við að endurheimta hjólin sín. „Lögreglan gerir ekkert þótt hún fái myndbönd þar sem þjófarnir eru vel greinilegir né þegar þeir eru staðnir að verki. Áhættan fyrir þjófana er engin. Það er búið að gefa það út af hjólaþjófnaður sé refsilaus glæpur, tilvalinn til að fjármagna hitt og þetta.“

„Ég er svoddan aumingi

Helgi svarar Hermanni sömuleiðis: „Ég er ekki ósammála þér, en vandinn er sá að löggan gerir bara samt ekki neitt, jafnvel þótt þú finnir þjófinn. Ég veit ekki alveg hvernig mér liði með að ætla að hafa sjálfur upp á þjófnum og taka hjólið aftur með valdi, persónulega. Ég er svoddan aumingi.“

Bragi Gunnlaugsson, vefhönnuður hjá Advania, vandist því að hjóla um allt þegar hann bjó í Danmörku. „Ég er með rándýran lás og tracker en þori samt ekki að geyma hjólið úti. Átti von á mörgu við að flytja heim sem hjólagaur en þessu… damn sko.“

Þá leggur Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, orð í belg og bendur á: „Lögreglan er að taka símaþjófnað alvarlega …“ en telja má að hann sé þarna að vísa í lögreglurannsókn á þjófnaði á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, en mikið hefur verið fjallað um það mál í fjölmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann