fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Sigrún segir skelfilegt að eiga ekki fyrir mat handa börnunum sínum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. september 2022 07:45

Sigrún Steinarsdóttir. Mynd: Fréttablaðið/Auðunn Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleiri þurfa á matargjöfum að halda og fjárhagsaðstoð vegna hækkunar vöruverðs, verðbólgu og vaxtahækkana. Þetta segir Sigrún Steinarsdóttir.

Sigrún býr á Akureyri en þar hefur hún haldið úti mataraðstoð fyrir bágstadda í átta ár. Fréttablaðið skýrir frá þessu.

„Ég var sjálf í þessari stöðu fyrir mörgum árum að eiga ekki fyrir mat. Það sem keyrir mig áfram er að hjálpa fólki, það er skelfilegt að geta ekki sofið út af fjárhagsáhyggjum,“ er haft eftir henni.

Hún segir að sjaldan eða aldrei hafi ástandið verið verra en nú. Um 240 fá mataraðstoð sem hún og velunnarar standa fyrir. Fólk gefur peninga til starfsins en einnig kemur fólk með matarframlög og setur í kistil sem stendur á tilteknum stað á Akureyri. Þar geta efnalitlir sótt brauð, kjöt og aðra matvöru sem hjálpsamt fólk skilur eftir.

Sigrún sagði að minni skömm fylgi því fyrir efnalitla að þiggja aðstoð með þessum hætti en að standa í biðröð hjá Rauða krossinum eða Mæðrastyrksnefnd, þar sem þarf jafnvel að skila skattskýrslu. „Fólk skammast sín fyrir að þurfa að þiggja svona aðstoð þannig að við ákváðum að okkar fyrirkomulag yrði auðveldara fyrir fólk,“ sagði hún.

„Ástandið er alveg skelfilegt og það á bara eftir að versna. Húsaleiga hækkar, matvara hefur hækkað rosalega. Fólk hefur ekki efni á að borða, það á ekki fyrir reikningum. Ég er núna að fá beiðnir strax í byrjun mánaðar. Fólk á ekki neitt. Þetta samfélagsástand bitnar verst á þeim sem standa höllum fæti,“ sagði hún og bætti við að Íslendingar verði að viðurkenna að fátækt sé mein hér á landi.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns