fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Sakaður um að hafa nauðgað konu á meðan hún svaf og eftir að hún vaknaði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. september 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á Suðurlandi fyrir að hafa nauðgað konu, bæði á meðan hún var sofandi og svo haldið áfram eftir að hún vaknaði.

Í ákæru er því lýst að maðurinn hafi fyrst stingið fingri í leggöng konunnar á meðan hún svaf. Hún hafi við það vaknað og tilkynnt honum að hún vildi þetta ekki og því næst sofnað á ný. Maðurinn hafi þá haft við hana samræmi á meðan hún svaf, en konan gat þá ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga. Hún hafi svo vaknað og ákærði tók eftir því en hélt engu að síður áfram að nauðga henni og beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að halda henni fastri. Hann lét ekki af háttseminni jafnvel þó konan hafi látið hann skýrt vita að hún vildi þetta ekki, grátið og reynt að losa sig.

Þessi háttsemi er í ákærðu heimfærð undir tvær málsgreinar þess ákvæðis í almennum hegningarlögum er fjallar um nauðgun. Annars vegar fyrir að hafa nýtt sér það að konan gat ekki spornað við verknaðinum á meðan hún svaf og síðan fyrir að hafa ekki látið að háttseminni eftir að konan vaknaði og grátbað hann um að hætta.

Konan fer fram á 3 milljónir í miskabætur. Málið verður rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands, en ákæra var gefin út í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“