fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Andri Þór ráðinn til Rue de Net

Eyjan
Fimmtudaginn 8. september 2022 16:14

Andri Þór Sigurjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugbúnaðarfyrirtækið Rue de Net hefur ráðið til sín Andra Þór Sigurjónsson til að leiða hóp sérfræðinga sinna í verslunarkerfum. Hann hefur í rúman áratug starfað hjá Högum sem verkefnastjóri á upplýsingatæknisviði og haft umsjón með verslunarkerfum félagsins og ýmsum verkefnum sem tengjast kerfisrekstri og netkerfum.

Andri Þór stundaði nám í verslunarstjórn við Háskólann á Bifröst á árunum 2004–2005, lauk diplómanámi í stefnumótun og mannauðsstjórn frá Háskólanum í Reykjavík 2012 og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða gegnum tíðina sem tengjast tölvum og tölvukerfum, bæði hér heima og erlendis.

„Ég byrjaði hjá Bónus 1. janúar 1998, þá 17 ára gamall og hef starfað hjá samsteypunni allar götur síðan. Í fyrstu var ég óbreyttur starfsmaður í verslun, síðan varð ég verslunarstjóri í Bónus 1998–1999, fór þá til Hagkaups og var í nokkur ár áður en ég tók við umsjón tölvukerfa hjá sérvöruverslunum Haga. Frá árinu 2011 hef ég stýrt verkefnum og daglegum tölvurekstri hjá nokkrum af einingum Haga,“ segir Andri Þór.

„Mér fannst vera kominn tími á að breyta til og stíga út úr þessum ramma sem ég hafði verið í þetta lengi. Fljótlega eftir að þessi ákvörðun mín lá fyrir höfðu margir samband, þar á meðal var Rue de Net sem er eitt öflugasta fyrirtækið á sínu sviði hér á landi. Ég hef unnið mikið með þeim í gegnum tíðina og veit því að hverju ég geng og hlakka til að takast á við spennandi verkefni sem bíða mín þar,“ segir hann ennfremur.

Andri Þór hefur þegar tekið til starfa hjá Rue de Net og verður í hálfu starfi fyrst um sinn en flytur sig endanlega yfir þann 1. október nk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli