fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Þetta gerist þegar Elísabet drottning deyr

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerist þegar Elísabet II Bretadrottning deyr? Þetta er eitthvað sem margir velta fyrir sér í dag þar sem miklar áhyggjur eru af heilsu drottningarinnar. Víst er að það verður mikil breyting fyrir marga þegna hennar þegar hún deyr enda hefur hún verið drottning síðan 1953. Ferlið sem fer í gang þegar hún deyr hefur verið vandlega undirbúið og gengur undir heitinu „London Bridge is down“. Eitt og annað hefur spurst út um þessa áætlun, annað er getgátur og margt er á huldu og aðeins sárafáir sem vita hvað mun gerast.

Einkaritari drottningarinnar, Sir Christopher Geidt, mun tilkynna forsætisráðherra Bretlands um andlátið áður en fjölmiðlum verður tilkynnt um það. Geidt mun því næst tilkynna um andlát drottningarinnar til stjórnvalda í þeim 15 ríkjum og 36 Samveldisríkjum þar sem drottningin er þjóðhöfðingi.

BBC hefur fram að þessu fengið að vita af andláti konungborinna á undan öðrum fjölmiðlum en nú er landslagið í fjölmiðlun gjörbreytt frá því sem áður var og núna er venjan að tilkynningar um stóra atburði á borð við andlát þjóðhöfðingja séu sendar til allra fjölmiðla heimsins í gegnum fréttaveitur eins og Press Association.

Ef andlátið á sér aðdraganda, til dæmis ef drottningin hefur verið veik, munu stærstu sjónvarpsstöðvar Bretlandseyja, þar á meðal allar rásir BBC, rjúfa útsendingu og segja frá andlátinu. Ekki er óhugsandi að margar sjónvarpsstöðvar muni samtengjast BBC og sýna útsendingu ríkisstöðvarinnar um málið. Sumar sjónvarpsstöðvar æfa upplestur tilkynningar um andlátið ef það á sér aðdraganda. Þá verða minningarorð og myndefni tilbúið til sýningar.

Hvort sem andlátið á sér aðdraganda eða verður skyndilegt þá munu flugstjórar áætlunarflugvéla tilkynna farþegum um andlátið.

Frá Lundúnum.

Í umfjöllun Independent um málið kemur fram að líklega verði flestum vinnustöðum lokað eftir að tilkynnt hefur verið um andlátið og starfsfólk sent heim. Því næst tekur við 12 daga sorgartímabil og lík drottningarinnar verður flutt í Buckingham Palace. Undirbúningur útfararinnar verður í fullum gangi en erkibiskupinn af Canterbury mun jarðsetja. Flaggað verður í hálfa stöng um allt land.

Á útfarardeginum sjálfum verður breski hlutabréfamarkaðurinn lokaður sem og flestir bankar. Dagurinn verður almennur frídagur sem og krýningardagur Karls prins.

Drottningin verður væntanlega jarðsett í St George‘s Chapel í Windsor Castle en þar eru bæði móðir hennar og faðir jarðsett.

Karl prins er næstur í erfðaröðinni og verður því konungur við andlát drottningarinnar. Hann mun ávarpa þjóðina að kvöldi dánardagsins. Þegar hann verður krýndur konungur getur hann ákveðið að notast við eitthvert af skírnarnöfnum sínum sem konungur en auk þess að heita Karl ber hann nöfnin Arthur, Philip og Georg. Hann getur því valið eitthvert þessara nafna sem konungsnafn sitt. Ef hann ákveður að halda sig við Karls nafnið verður hann Karl III (Charles III). Líklegt verður að teljast að Vilhjálmur sonur hans, sem er næst á eftir Karli í erfðaröðinni, verði þá prins af Wales.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos