fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Harmleikurinn á Blönduósi – Tveir með stöðu sakbornings

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 15:02

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir eru með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra og skotárásinni sem átti sér stað snemma morguns þann 21. ágúst. Þetta staðfesti Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra í samtali við mbl.is

Áður hefur verið greint frá því að sonur hjónanna sem urðu fyrir árásinni hafi verið handtekinn á vettvangi, en auk hans voru barnsmóðir hans og ungt barn á heimilinu þegar árásin átti sér stað. Syninum var sleppt samdægurs og ekki var farið fram á gæsluvarðhald.

Talið er að sonurinn hafi yfirbugað skotmanninn og ráðið honum bana við átökin.

Eva Hrund Pétursdóttir, lét lífið í árásinni og særðist eiginmaður hennar, Kári Kárason – framkvæmdastjóri Vilko, hættulega, en hann nýlega kominn aftur til meðvitundar á spítala. Hann gaf skýrslu í gær vegna málsins og sagði Páley í samtali við mbl.is að framburður Kára sé mikilvægur um málsatvik. Hann muni að öllum líkindum aftur vera gert að gefa skýrslu. Kári sé enn á sjúkrahúsi og veikburða. Hann sé þó með meðvitund og vel áttaður og töldu heilbrigðistarfsmenn að heilsa hans væri nægilega góð til að hann gæti gefið skýrslu.

Ekki liggi fyrir hvernig árásarmaðurinn lét lífið, réttarkrufning muni leiða í ljós hvert banamein hans var. Páley segir að rannsókn málsins miði vel. Nú sé verið að afla gagna úr öllum áttum og meðal annars vinna með tölvu- og símagögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Í gær

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann
Fréttir
Í gær

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Í gær

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn