fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Vararíkissaksóknari fær áminningu fyrir ummæli sín

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 26. ágúst 2022 18:16

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari fékk í gær áminningu frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara vegna ummæla sem hann lét falla í júlí síðastliðnum. Sigríður staðfesti að Helgi hafi fengið áminningu vegna ummælanna í svari við fyrirspurn mbl.is.

„Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?,“ eru ummælin sem um ræðir en Helgi skrifaði ummælin í tengslum frétt Vísis. Fréttin fjallaði um hinsegin hælisleitendur sem sakaðir hafa verið um að ljúga um kynhneigð sína.

Helgi fékk ámmininguna á þeim grundvelli að háttsemi hans utan starfs hans hafi verið bæði ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans. Þá hafi þessi háttsemi hans varpað rýrð á störf hans, embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið. Þá segir áminningin að tjáning Helga hafi grafið undan virðingu og trausti til embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins.

„Hér ber að und­ir­strika að vara­rík­is­sak­sókn­ari er staðgeng­ill rík­is­sak­sókn­ara sem er æðsti hand­hafi ákæru­valds hér á landi. Vara­rík­is­sak­sókn­ara ber því að vera öðrum ákær­end­um fyr­ir­mynd í allri sinni fram­göngu,“ segir í svari ríkissaksóknara sem barst mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“