fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
433Sport

Bailly loks á förum frá Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 11:06

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Bailly, miðvörður Manchester United, er að ganga í raðir Marseille í Frakklandi. Fabrizio Romano og fleiri segja frá.

Hinn 28 ára gamli Bailly hefur verið á mála hjá United síðan 2016. Hann er hins vegar ekki inni í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra liðsins.

Fílbeinstrendingurinn mun ganga í raðir Marseille á láni fyrst um sinn. Franska félagið þarf svo að kaupa hann á tíu milljónir punda, nái það sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.

Sem stendur er Bailly að gangast undir læknisskoðun hjá Marseille. Hann verður svo staðfestur sem nýr leikmaður félagsins.

Bailly lék aðeins fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og tólf leiktíðina þar áður. Hann fær vantænlega mun stærra hlutverk hjá Marseille.

Miðvörðurinn á að baki 46 landsleiki fyrir hönd Fílabeinsstrandarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Birnir Breki til ÍA
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brighton að missa lykilmann fyrir 19 milljónir

Brighton að missa lykilmann fyrir 19 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims
433Sport
Í gær

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026
433Sport
Í gær

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina
433Sport
Í gær

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt
433Sport
Í gær

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur