fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

„Ekki talið lífsógnandi að geta ekki borðað“ – Ráðherra hafnar fundi með Sigfúsi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 10:38

Magaspeglun. Mynd úr safni Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigfús Ólafur Helgason á Akureyri hefur síðan árið 2018 þurft að fara 31 sinni í magaspeglun í Reykjavík í þeim tilgangi að útvíkka vélinda til að hann geti nærst. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða hins vegar aðeins tvær ferðir á ári þar sem þær meta sjúkdóm Sigfúsar „ekki lífsógnandi.“ Akureyri.net greinir frá þessu.

„Já, þetta er ótrúlegt, en satt. Sjúkratryggingar greiða bara tvær ferðir á ári þar sem það er ekki talið lífsógnandi að geta ekki borðað,“ segir Sigfús.

„Svörin frá Sjúkratryggingum eru einföld; reglugerðin er því miður svona!“ segir Sigfús við Akureyri.net. Þetta minnir hann á setninguna frægu um að tölvan svari neitandi, Computer says no, í bresku grínþáttunum, Little Britain.

Sigfús fór í magaspeglun árið 2017 eftir að hann fór að finna fyrir óþægingum. Þá kom í ljós að gat var komið á þindina og maginn kominn í gegn um gatið. Í byrjun næsta árs fór hann í aðgerð þar sem snúningur kom á vélindað og hefur það valdið því að hann þarf reglulega að fara í útvíkkun á vélinda „þannig að matur eigi greiðari aðgang sína leið. Þegar ég er sem verstur æli ég öllu sem ég set ofan í mig; held engu niðri,“ segir hann.

Sigfús er mjög gagnrýninn á stöðuna og lítur á þetta sem stórt landsbyggðarmál, þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu þurfa mun minna að hafa fyrir því að komast í svona aðgerð en þeir sem búa á landsbyggðinni. Þá gagnrýnir hann einnig það sem hann kallar „fjársvelti til tækjakaupa fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri“ en magaspeglunartækið þar sé það gamalt að ekki sé hægt að framkvæma útvíkkun með því.

„Allir sem að þessu koma, meðal annars læknar, eru sammála um að það sé galið að ekki sé hægt að gera þessa aðgerð hér á Akureyri,“ segir hann.

Þá hefur Sigfús skrifað bréf til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, ásamt Guðjóni Kristjánssyni yfirlækni meltingafæradeildar Sjúkrahússins á Akureyri, og óskuðu þeir eftir fundi en því var hafnað. ‚

„Ég fékk þau svör frá aðstoðarmanni ráðherra að ekki væri venjan að hann tæki sjúklinga í viðtöl. Ég ætlaði reyndar ekki að  tala um mig við ráðherrann eða fá hann til þess að lækna mig, heldur vekja athygli hans á þessari miklu ósanngirni sem landsbyggðarfólk býr við,“ segir Sigfús.

Greinina í heild sinni má lesa á Akureyri.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð út vegna varðelds í garði – Reyndist vera tveir einstaklingar með kattareyru að grilla

Lögregla kölluð út vegna varðelds í garði – Reyndist vera tveir einstaklingar með kattareyru að grilla
Fréttir
Í gær

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 
Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skýr skilaboð frá „Hakkavélinni“ – Þetta dugir ekki

Skýr skilaboð frá „Hakkavélinni“ – Þetta dugir ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“