fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Gary Neville kom Klopp og Liverpool til varnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur á Sky Sports, kom Jurgen Klopp og Liverpool til varnar eftir 2-1 tap liðsins gegn United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Jadon Sancho kom United yfir á 16. mínútu leiksins eftir vandræðagang James Milner og Virgil van Dijk í vörn Liverpool. Staðan í hálfleik var 1-0.

Marcus Rashford tvöfaldaði forskot heimamanna á 53. mínútu. Útlitið orðið afar gott fyrir Rauðu djöflanna. Mohamed Salah minnkaði muninn fyrir Liverpool þegar um tíu mínútur lifðu venjulegs leiktíma. Nær komust gestirnir þó ekki.

Roy Keane var einnig með Neville í útsendingu Sky Sports. Hann sagði að Klopp ætti að hafa áhyggjur af stöðunni. Neville er hins vegar ekki á sama máli.

„Hversu oft fórum við hægt af stað, byrjuðum tímabilið illa? Við þurfum að gefa þeim smá séns. Þeir hafa átt ótrúleg ár og komust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Ég myndi ekki hafa áhyggjur af Liverpool,“ segir Neville.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Simons orðaður við Chelsea

Simons orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Valdimar Þór hefur áhuga á því að fara til Vals – Víkingur hefur hafnað tveimur tilboðum

Valdimar Þór hefur áhuga á því að fara til Vals – Víkingur hefur hafnað tveimur tilboðum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Með leikmann í sama gæðaflokki og Hazard

Með leikmann í sama gæðaflokki og Hazard
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni
433Sport
Í gær

Napoli virðist ætla að vinna kapphlaupið við United

Napoli virðist ætla að vinna kapphlaupið við United