fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sonur árásarþolenda og tengdardóttir sögð í haldi lögreglu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 19:28

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallað var um harmleikinn á Blönduósi í kvöldfréttum RÚV rétt í þessu. Þar var atburðarás dagsins rakin.

Kom þar fram að karlmaður á fertugsaldri hafi farið inn í hús fjölskyldu á Blönduósi og skotið þar húsráðendur sem lágu í rúmi sínu með haglabyssu. Konan hafi látið lífið og eiginmanni hennar veittir lífshættulegir áverkar.

Fréttastofa RÚV kveðst hafa heimildir, sem eru í samræmi við heimildir DV, fyrir því að sonur hjónanna hafi verið gestkomandi á heimilinu og dvalið í öðru herbergi með unnustu sinni sem var að gefa barni brjóst. Sonurinn hafi svo ráðist á árásarmanninn. Þetta vill lögregla þó ekki staðfesta.

Herma heimildir RÚV að sonurinn og unnustan séu þau sem eru í haldi lögreglu vegna málsins.

Þar kemur eins fram að árásarmaðurinn hafi verið fyrrverandi starfsmaður mannsins sem hann réðst á og hafi átt við endlega erfiðleika að stríða. Hann hafi verið með byssuleyfi og átt vopn en lögregla hafi þó gert upp þau vopn sem hann átti samkvæmt skráningu er höfð voru afskipti af manninum fyrir þremur vikum síðar.

Ekki sé ljóst hvaða vopni hann beitti í árásinni, en mögulegt sé að hann hafi átt vopn sem var óskráð.

Til hafi staðið að svipta manninn byssuleyfi á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“