fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Pressan

Gömul handrit varpa ljósi á undarlegar lækningaaðferðir – Grillaður hvolpur og söltuð ugla

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 180 gömlum handritum, flestum frá miðöldum, er að finna um 8.000 uppskriftir að lyfjum við hinum ýmsum kvillum og lækningaaðferðir. Sum handritanna eru eldri, eitt er til dæmis 1.000 ára gamalt.

Verið er að gera þau aðgengileg á stafrænu formi hjá háskólabókasafni Cambridge háskólans í Englandi.

Sky News segir að meðal þeirra uppskrifta sem séu í handritunum sé að til að lækna þvagsýrugigt eigi að baka saltaða uglu og mala hana í duft.

Að fylla hvolp með sniglum og salvíu, grilla hann yfir eldi og nota fituna til að búa til smyrsl er að sögn önnur leið til að eiga við þvagsýrugigt.

Einnig eru leiðbeiningar um hvernig sé hægt að sjá hvort höfuðkúpa hafi brotnað eða sprungið af völdum vopns og hvernig sé hægt að lagfæra beinbrot og stöðva blæðingu.

Nákvæmar teikningar fylgja sumum leiðbeininganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 6 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum