fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Brúðkaupsferðin breyttist í martröð er sundlaugin hrundi

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 19:30

Til vinstri: Jelizaveta Jones - Til hægri: Sundlaugin sem um ræðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaupsferð nýgiftu brúðhjónanna Jelizaveta og Gavin Jones frá London breyttist í martröð þegar hún var ekki einu sinni búin að vara í sólarhring. Jones-hjónin gerðu sér ferð til karabíska hafsins í tilefni brúðkaupsins og gistu á 5 stjörnu hótelinu Sandals Royal á eyjunni Curaçao.

Hjónin voru að njóta fyrsta dagsins í svokallaðri „óendanlegri“ sundlaug á hótelinu ásamt 18 öðrum þegar sundlaugin hrundi með þeim afleiðingum að 12 særðust, þar á meðal þau Jelizaveta og Gavin. Lögreglan á svæðinu telur að sundlaugin hafi hrunið vegna þess að of mikið af fólki hafði verið í henni á sama tímapunktinum.

Jelizaveta, sem er 29 ára gömul, þurfti að fá spor á höfuðið en hún segir í samtali við Evening Standard að slysið hafi ekki gert neitt boð á undan sér. „Þetta var hræðilegt,“ segir hún. „Þegar ég náði að standa upp þá haltraði ég og fann blóð koma úr höfðinu mínu og fætinum mínum. Í hvert skipti sem ég loka augunum endurupplifi ég þetta. Ég gat ekki hugsað, ég gat ekki andað.“

Gavin, sem er 44 ára gamall, lýsir því einnig hvernig hann upplifði slysið. „Ég stóð með bakið í áttina að sjónum og var að tala við eiginkonuna mína þegar ein platan í miðju sundlaugarinnar hvarf bara,“ segir hann. Þá segist hann hafa fengið höfuðhögg og séð svo hvernig blóðið lak úr höfði eiginkonunnar sinnar.

Þegar hann talaði við starfsfólk hótelsins eftir slysið sagði það að „slysin geti gerst“ og bauð hjónunum inneign til að gista aftur seinna á hótelinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar