fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Söguleg lög taka gildi í Skotland í dag – Dömubindi og túrtappar verða nú ókeypis

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 09:00

Nú verða tíðavörur ókeypis í Skotlandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag taka söguleg lög gildi í Skotlandi. Frá og með deginum í dag verða dömubindi, túrtappar og aðrar tíðavörur ókeypis fyrir „alla sem hafa þörf fyrir að nota þessar vörur“.

Sky News skýrir frá þessu. Skotland er þar með fyrsta land heims til að gera þessar vörur ókeypis.

Málið hefur verið fyrirferðarmikið í Skotlandi frá 2016. 2020 var lagt fram lagafrumvarp um þetta og samþykkti skoska þingið það.

Samkvæmt lögunum verð ókeypis dömubindi, túrtappar og aðrar tíðavörur í boði í öllum skólum landsins og sú skylda er lögð á sveitarstjórnir og menntastofnanir að sjá til þess að allir, sem þess þurfa, geti fengið þessar vörur án endurgjalds.

Monica Lennon, stjórnmálamaður, hefur frá upphafi verið einn helsti talsmaður laganna sem hún segir „praktísk“ og „framsækin“.

BBC segir að fyrir tveimur árum hafi verið gerð rannsókn á aðgengi að tíðavörum og annað þeim tengt. 2.000 konur tóku þátt í henni. Niðurstaðan var að 10% þeirra höfðu ekki efni á tíðavörum og 15% áttu í vandræðum með að fjármagna kaup á þeim. 71% kvenna á aldrinum 14 til 21 árs sögðu að þeim fyndist vandræðalegt að kaupa tíðavörur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau