fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Vísindamenn vara við miklum náttúruhamförum – Næstum öll Kalifornía getur farið undir vatn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 18:00

Hér sjást nokkrar af byggingum Kaliforníuháskóla í Santa Barbara. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ekki svo fjarlægri framtíð geta mikil flóð skollið á Kaliforníu með þeim afleiðingum að stór hluti ríkisins fari undir vatn. Ef þetta gerist þá verða þetta náttúruhamfarir af áður óþekktri stærðargráðu og fjárhagslegt tjón verður gríðarlegt.

Þetta getur gerst á næstu fjörutíu árum að því er segir í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í Science AdvancesCNN skýrir frá þessu.

Fram kemur að sérfræðingar segi að þessi flóð verði ólík þeim flóðum sem áður hafa orðið.

Daniel Swain, loftslagssérfræðingur hjá Kaliforníuháskóla, vann að gerð rannsóknarinnar. Hann segir að það muni ekki koma honum á óvart ef flóð af þessari stærðargráðu muni þekja nær alla Kaliforníu. Hann segir að þeir hluta ríkisins, sem liggja við ströndina, muni hverfa.

Ástæðan er loftslagsbreytingarnar sem búa til skilyrði fyrir mjög mikla úrkomu og af þeim sökum munum við upplifa miklu fleiri flóð um allan heim í framtíðinni. Það magn af rigningu, sem lofthjúpurinn getur borið í sér, eykst sífellt. Sem sagt það er meira vatn í loftinu og á endanum fellur það til jarðar sem rigning sem getur síðan valdið flóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu