fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Þuríður Pálsdóttir söngkona látin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. ágúst 2022 09:58

Þuríður Pálsdóttir. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þuríður Páls­dótt­ir, söng­kona og tón­list­ar­kenn­ari, lést í gær á hjúkr­un­ar­heim­ilinu Sól­túni, 95 ára að aldri.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Þuríður var frumkvöðull í tónlistarlífinu og söng í fjölmörgum óperu- og óperettuuppfærslum í Þjóðleikhúsinu, með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Íslensku óperunni, sem og í útvarpi og sjónvarpi.

Þuríður var lengi formaður Fé­lags ís­lenskra ein­söngv­ara. Hún sat í þjóðleik­hús­ráði frá 1978 og varð formaður þess 1983. Hún var varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík 1991 til 1995.

Forseti Íslands sæmdi Þuríði riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1982 en hún hlaut margar aðrar merkar viðurkenningar, meðal annars silfurmerki Félags íslenskra leikara. Einnig hlaut hún heiðursverðlaun Grímunnar árið 2008.

Eig­inmaður Þuríðar var Örn Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri. Hann lést 1987. Börn þeirra eru Krist­ín, Guðmund­ur Páll og Lauf­ey.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi
Fréttir
Í gær

Hreppsnefnd Tjörneshrepps afþakkaði tæplega 250 milljón króna framlag – „Svona hátt framlag sé fáránlegt“

Hreppsnefnd Tjörneshrepps afþakkaði tæplega 250 milljón króna framlag – „Svona hátt framlag sé fáránlegt“
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Í gær

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum