fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Fiskverð sagt komið að sársaukamörkum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 09:00

Það er ekki ódýrt að kaupa sér fisk í matinn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskverð hefur hækkað mikið að undanförnu og er nú komið að sársaukamörkum. Verðhækkanirnar má rekja til árstíðabundinna aðstæðna en einnig hefur eftirspurn eftir fiski aukist mikið, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Bjarna Rúnari Heimissyni, framkvæmdastjóra Reiknistofu fiskmarkaða, að fiskverð hafi sennilega aldrei verið jafn hátt og núna, að minnsta kosti ekki í gegnum kerfi Reiknistofunnar en hún var stofnuð 1992.

Um 20% af öllum bolfiskafla fara í gegnum Reiknistofuna og hærra hlutfall á sumrin þegar strandveiðar standa yfir.

Kílóverð á slægðum þorski var undir 300 krónum í vor en er nú vel yfir sex hundruð krónur. Það er árviss viðburður að verðið hækki þegar strandveiðum lýkur og almennt er verðið hátt á haustin.

Það hefur áhrif á aðstæðurnar núna að þorskkvótinn var skertur, annað árið í röð, og minna framboð er af rússneskum fiski erlendis vegna stríðsins en það skilar sér í aukinni eftirspurn eftir íslenskum fiski. Bjarni sagðist telja að verðið sé komið upp að sársaukamörkum. „Ég sé ekki fyrir mér að verðið hækki mikið meira. Í fyrra vorum við í háum verðum fram í októberbyrjun. Þá fóru verðin að sveiflast, aðallega eftir veðri,“ sagði hann.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“