fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Kristján Þórður útilokar ekki að bjóða sig fram til forseta ASÍ

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 09:00

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þórður Snæbjarnarson, varaforseti ASÍ, tekur formlega við sem forseti í dag en Drífa Snædal sagði af sér embætti í gær. Kristján útilokar ekki að bjóða sig fram til forseta sambandsins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir honum að það geti alveg verið að hann bjóði sig fram til forseta. „Ég ætla ekki að útiloka það. Maður þarf að sjá þessa tvo mánuði og hvernig málin ganga, heyra í baklandinu og meta það. En ég er ekki búinn að taka neina ákvörðun,“ sagði hann aðspurður um hvort hafi hugsað sér að bjóða sig fram á þingi ASÍ í haust.

Það fór varla fram hjá mörgum að Drífa sagði af sér embætti í gær. Hún sagði að samskipti við ýmsa kjörna fulltrúa innan ASÍ og blokkamyndun innan sambandsins hafi gert henni ókleift að starfa áfram sem forseti. „Átök innan ASÍ hafa hins vegar verið óbærileg eða dregið úr vinnugleði og baráttuanda. Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið,“ sagði hún í gær þegar hún tilkynnti um afsögn sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn