fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 08:00

Frá Sanya. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

80.000 ferðamenn eru fastir í kínverska sumarleyfisbænum Sanya sem er oft kallaður Hawaii Kína. Bærinn er á eyjunni Hainan. Ástæðan er að 263 gestir greindust með COVID-19 á föstudaginn.

Á laugardaginn aflýstu yfirvöld öllum flug- og lestaferðum til og frá Sanya að sögn BBC.

Til að ferðamenn fái að yfirgefa bæinn verða þeir að framvísa fimm neikvæðum sýnatökum á sjö dögum. Hótel í bænum hafa verið beðin um að veita gestum helmings afslátt af gistingu þar til aðgerðunum verður aflétt.

Kína er eina landið í heiminum sem heldur enn fast í svokallað núll-stefnu hvað varðar COVID-19. Af þeim sökum er gripið til sóttkvíar og einangrunar fólks auk stöðvunar samfélagsstarfsemi þegar smit kemur upp.

Landamæri landsins hafa að mestu verið lokuð síðan í ársbyrjun 2020 og það hefur að vonum haft mikil áhrif á ferðamannaiðnaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum