fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Handteknir feðgar á Seyðisfirði fordæma framgöngu sérsveitarinnar -„Þetta var óskiljanleg aðgerð og ég mun leggja fram kæru“

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 14:30

Sérsveitin að störfum. Mynd tengist ekki frétt. Fréttablaði/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var óskiljanleg aðgerð og ég mun leggja fram kæru,“ segir karlmaður á sextugsaldri sem var handtekinn ásamt syni sínum af sérsveitinni á Seyðisfirði um helgina.

DV fékk veður að því að tveir menn hefðu verið handteknir nærri Seyðisfirði um Verslunarmannahelgina og leitaði svara hjá lögregluyfirvöldum. Svar barst í formi fréttatilkynningar á vef lögreglunnar þar sem handtakan var staðfest og sagt að mennirnir hafi verið látnir lausir úr varðhaldi skömmu síðar en hald hafi verið lagt á skotvopn í aðgerðinni. Málið væri í rannsókn.

Sérsveitin handtók tvo menn á Seyðisfirði um helgina

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni í samræmi við verklag lögreglu, en grunur var um að vopn væru á vettvangi.

Sérsveitarmenn voru fluttir á Egilstaði með þyrlu fyrir aðgerðina og að lokinni aðgerð voru þeir fluttir frá Seyðisfirði með þyrlu. Þyrlan var flutningstæki og tók ekki þátt í aðgerðinni sjálfri. Lögregla veitir ekki nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Handjárnaður á nærbuxunum

Sá handtekni var staddur á heimili sonar síns utan við Seyðisfjörð og segir hann að þeim hafi báðum brugðið verulega þegar að þungvopnaðir sérsveitarmenn ruddust inn á heimilið seinnipartinn á laugardag.

„Ég lá bara upp í rúmi þegar þeir brutust inn og handtóku mig. Þeir öskruðu á mig hvort að ég væri með einhverja hættulega hluti á mér en ég benti þeim á að ég væri bara á nærbuxunum,“ segir maðurinn en hann var handjárnaður og látinn liggja á maganum meðan aðgerðin stóð yfir.

„Þeir voru mjög uppteknir af því að ég mætti ekki horfa á þá og ítrekuðu þá skipun margoft,“ segir maðurinn sem heyrði aðeins skarkala þegar sérsveitarmenn handtóku son hans annarsstaðar í húsinu.

Hann telur að þeir feðgar hafi legið í járnum í um tvær klukkustundir á meðan aðgerðin stóð yfir.

„Ég trúi ekki að þessi aðgerð hafi verið samkvæmt lögum og reglum. Okkur var aldrei tilkynnt um hver ástæðan fyrir handtökunni né heimild fyrir húsleit. Það var messað yfir mér að ég þyrfti ekki að tjá mig um sakarefnið sem var fáránlegt því ég fékk aldrei að vita hvert það var. Þeir segja núna að málið sé í rannsókn en við höfum ekki hugmynd um hvað þar sem þeir eru að rannsaka,“ segir maðurinn.

Byssuleyfi réttlæti ekki valdbeitinguna

Á meðan þeir feðgar lágu handjárnaðir hafi sérsveitamenn vappað um húsið og leitað í dyrum og dyngjum.

„Þetta var mjög óþægilegt enda fengum við ekki að fylgjast með leitinni eins og mér skilst að við eigum rétt á,“ segir maðurinn.

Að hans sögn fannst ekkert á vettvangi sem réttlætti þessa harkalegu framgöngu lögreglunnar. „Stóri glæpurinn er sá að sonur minn var með útrunnið byssuleyfi, eins og þúsundir annarra Íslendinga, og því gerðu þeir byssur í hans eigu upptækar. Þær voru harðlæstar í rammgerðum byssuskáp eins og reglur kveða á um og það var eins og þeir færu að veita þeim athygli þegar ekkert annað haldbært fannst. Ef slíkt réttlætir að flogið sé með sérsveitarmenn  þvers og kruss um landið þá er ljóst að rekstur lögreglunnar er ansi dýr. Þá hlýtur það að vera galið ef sérsveitin er alltaf ræst í útkall ef einhver á staðnum er með byssuleyfi. Tilvik þar sem byssum er beint gegn lögreglu eru blessunarlega það sjaldgæf að það er varla hægt að réttlæta þetta verklag,“ segir maðurinn.

Eins og áður segir ætlar hann að leggja fram kæru á hendur lögreglunni fyrir aðfararirnar. „Þessi framganga getur ekki verið í lagi og ég þarf að fá úr því skorið. Þetta hlýtur að vera brot á meðalhófsreglunni í íslensku réttarfari auk þess sem þetta er grót brot á friðhelgi einkalífs okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“