fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Hraunrennsli gæti náð Reykjanesbraut á nokkrum dögum eða vikum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 10:16

Eldgos í Geldingadölum ó fyrra. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er líklegast að eldgosið sem núna er yfirvofandi á Reykjanesskaga verði á svæði sem er austan og norðaustan við Fagradalsfjall. Liggur það svæði til norðausturs frá eldstöðvunum í Geldingardölum þar sem gaus í fyrra og í átt að Keili.

Gjósi á þessu svæði gæti hraun annað hvort runnið til suðurs í átt að Suðurstrandarvegi eða til norðurs í átt að Reykjanessbraut og Faxaflóa.

DV sendi fyrirspurn til Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra um hve langan tíma sé talið hraunrennsli gæti tekið til að ná Reykjanesbraut ef straumurinn liggur í þá átt. Í svari Almannavarna kom fram að fyrirhugaður er vísindaráðsfundur í dag þar sem farið verður yfir sviðsmyndir og hraunrennslislíkön. „Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að þær sviðsmyndir sem unnið hefur verið með benda til þess að tími frá því að gos hefst og þar til hraun nær vegum er áætlaður í dögum eða vikum,“ segir í svari Almannavarna.

Samkvæmt því gæti hraun, í versta falli, náð Reykjanesbraut nokkrum dögum eftir eldgos.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“
Fréttir
Í gær

Alvarlegt mótorhjólaslys á Fjallabaksleið

Alvarlegt mótorhjólaslys á Fjallabaksleið
Fréttir
Í gær

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Í gær

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum