fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Fimm sérkennilega lík sakamál í gangi hjá lögreglunni á Suðurnesjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 15:00

Oxycontin var á meðal fjölmargra lyfjategunda sem Ísak flutti til landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag,. 2. ágúst, eru birt fimm fyrirköll og ákærur sem snúa að keimlíkum afbrotum. Um er að ræða fimm Pólverja sem allir eru ákærðir fyrir að hafa reynt að smygla miklu magni af ávana- og fíkniefninu OxyContin til landsins á aðeins þriggja vikna tímabili fyrr á árinu. OxyContin er öðrum þræði mjög sterkt og ávanabindandi verkjalyf í flokki ópíóða.

Ákærur eru birtar í Lögbirtingablaðinu þegar ekki hefur tekist að birta hinum ákærðu þær. Er það þó engan veginn það eina sem sakborningarnir fimm eiga sameiginlegt. Í öllum tilvikum er ákærandi Lögreglustjórinn á Suðurnesjum.

Fyrstur skal nefndur til sögunnar pólskur maður fæddur árið 1990 sem sakaður er um að hafa flutt til landsins þann 2. apríl síðastliðinn 857 töflur af OxyContin. Maðurinn var að koma úr flugi frá Gdansk en töflurnar fundust í farangri hans þar sem hann hafði falið þær í raksápubrúsa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 8. september næstkomandi.

Næstur í röðinni er Pólverji fæddur árið 1999 sem sakaður er um að hafa reynt að smygla 731 töflu af OxyContin og 61 töflu af Contalgin með flugi frá Gdansk þann 16. apríl síðastliðinn. Efnin faldi hann í nærfötunum sem hann klæddist. Málið gegn honum verður einnig tekið fyrir 8. september næstkomandi við Héraðsdóm Reykjaness.

Þriðja málið er vegna atviks sem átti sér stað þann 25. mars síðastliðinn. Pólverji fæddur árið 1998 er sakaður um að hafa reynt að smygla til landisns 851 töflu af OxyContin. Efnin faldi hann í sælgætispoka af gerðinni MIMI.  Málið verður tekið fyrir þann 8. september eins og hin málin.

Fjórði Pólverjinn var einnig handtekinn 25. mars með 839 töflur af OxyContin og faldi þær einnig í nærfötunum. Þessi maður er fæddur árið 1997 og málið verður tekið fyrir 8. september.

Fimmti Pólverjinn er síðan langyngstur þessarra meintu brotamanna, fæddur árið 2003. Hann er sakaður um að hafa reynt að smygla 848 töflum af OxyContin með flugi frá Katowice í Póllandi þann 4. apríl síðastliðinn. Málið verður, eins og hin, tekið fyrir þann 8. september.

OxyContin og Pólverjar

Segjast verður eins og er að mál af þessu tagi, þ.e. smygl á OxyContin, af hálfu Pólverja, eru mjög algeng hér á landi. Er þar með ekki varpað neinni rýrð á stórt, fjölbreytt og prýðilegt samfélag Pólverja á Íslandi, því þrátt fyrir allt er aðeins um nokkra einstaklinga að ræða, í mesta lagi fáa tugi. En haustið 2021 greinir til dæmis Fréttablaðið frá því að tveir karlmenn hafi verið handteknir fyrir að reyna að smygla inn til landins 833 OxyContin töflum sem þeir földu í nærfötunum sínum. Voru mennirnir að koma frá Varsjá í Póllandi.

DV greindi frá því 10. júní að maður hefði verið dæmdur fyrir smygl á 643 töflum af OxyContin til landsins í flugi frá Varsjá þann 25. janúar.

Þannig að málin eru mjög tíð og algengt að þessum varhugaverðu töflum sé smyglað frá Póllandi til Íslands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum

Lykillinn að snemmbúinni greiningu á Alzheimer gæti falist í þörmunum en ekki heilanum
Fréttir
Í gær

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði
Fréttir
Í gær

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“
Fréttir
Í gær

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“