fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Tíðindi úr Lengjudeildinni – Þorsteinn Aron heim í Selfoss

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 11:28

Mynd: Selfoss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Selfoss hefur fengið Þorstein Aron Antonsson aftur á láni frá Fulham.

Þorsteinn er aðeins 18 ára gamall. Hann var á láni hjá Stjörnunni fyrri hluta sumars.

Þorsteinn mun halda aftur til Fulham eftir að tímabilinu hér heima lýkur. Selfoss er í sjöunda sæti Lengjudeildar karla með 21 stig.

Yfirlýsing Selfoss
Þorsteinn Aron er kominn heim!

Þorsteinn Aron Antonsson er genginn í raðir Selfoss á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham. Þorsteinn er öllum Selfyssingum kunnugur en hann lék stórt hlutverk í liði Selfoss sem komst upp um deild sumarið 2020. Þorsteinn var lánaður til Stjörnunnar í vetur en er nú mættur aftur í vínrautt.

,,Ég er ánægður með það að vera kominn aftur heim á Selfoss og fá að spila á besta velli landsins. Það eru spennandi hlutir að gerast hérna og ég ætla að gera mitt allra besta til þess að hjálpa liðinu í toppbaráttunni,” sagði Þorsteinn við undirskriftina.

Eftir tímabilið hér heima heldur Þorsteinn síðan aftur út til Englands þar sem hann mun spila með Fulham í vetur.
Velkominn heim Þorsteinn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brendan Rodgers gæti verið að landa stóru starfi á Englandi

Brendan Rodgers gæti verið að landa stóru starfi á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega