fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Eldfimt andrúmsloft í Kósovó – „Ástandið er á suðupunkti,“ segir forseti Serbíu

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 1. ágúst 2022 13:27

Reiðir Serbar lokuðu vegum við landamæri Kósovó og Serbíu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil spenna hefur verið á landamærum Kosovo og Serbíu eftir að yfirvöld í Kósovó ákváðu að allir Serbar, þar á meðal þeir sem búsettir væru í landinu, þyrftu að skipta þeim út fyrir tímabundið leyfisskjal frá og með 1. ágúst. Þá hefðu allir eigendur bíla með serbneskar bílnúmeraplötur tvo mánuði til að breyta þeim í bílnúmerplötur frá Kosóvó . Serbar sem búsettir eru í Kósovó lokuðu vegum að tveimur landamærastöðvum, með bílum, trukkum og í raun öllum tiltækum tækjum, og þá hafa verið fréttir af því að skotið hafi verið á lögreglumenn. Engin tíðindi eru þó af mannfalli.

Reiði Serba var slík að yfirvöld í Kosovo ákváðu að fresta gildistöku reglnanna um einn mánuð. Forsætisráðherra landsins, Albin Kurti, hefur bent á að aðeins sé um mótsvar að ræða því Serbar krefjist hins sama af hverjum þeim sem kemur frá Kósovó.

Kósovó lýsti yfir sjálfstæði sínu frá Serbíu árið 2008. Flest lönd heims viðurkenna sjálfstæði ríksins en í hópi þeirra ríkja sem gera það ekki eru Rússar ásamt Serbum. Í norðurhluta landsins eru fjölmargir Serbar búsettir sem viðurkenna ekki stjórnvöld í Pristina, höfuðborg landsins, heldur fylgja Serbíu og njóta fjárstuðnings þaðan.

Aleksandar Vucic, forseti Serbíu

„Ástandið er á suðupunkti,“ sagði Aleksandar Vucic forseti Serbíu í ávarpi vegna málsins og lýsti ennfremur yfir að ef til átaka kæmi þá myndu Serbar hafa betur.

Í yfirlýsingu frá friðargæsluliði NATO í Kósovó kemur fram að þar á bæ sé fylgst náið með stöðu mála og herliðið muni grípa inn í ef til átaka kemur. Tyrkir eru einnig með herlið í Kósovó en þeir eru í hópi ríkja sem hafa viðurkennt sjálfstæði smáríkisins.

Vonir standa til að frestun gildistöku hinna umdeildu reglna muni lægja öldurnar tímabundið en ljóst er að ástandið er eldfimt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu