fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Guðmundur bendir á báknið á Vestfjörðum sem kostar hátt í 200 milljónir á ári – „Gengur ekki upp“

Eyjan
Föstudaginn 29. júlí 2022 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Gunnarsson, fréttastjóri Markaðarins og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, telur að fækka þurfi sveitarfélögum landsins. Núverandi fyrirkomulag sé óhagkvæmt í rekstri og nái á köflum ekki „nokkurri átt“. 

Guðmundur ritar um þetta í pistli í Fréttablaðinu í dag.

„Nú veit ég ekki hvort það teljast einhver ný sannindi, en fjöldi bæjarstjóra helst gjarnan í hendur við fjölda sveitarfélaga. Þau eru 64 talsins á Íslandi. Í landi sem telur 370 þúsund íbúa.“

Guðmundur segir að þegar efsta lag samneyslunnar sé svona umfangsmikið og dýrt þá bitni það á þjónustunni. „Það er alveg sama hvernig dæmið er reiknað. Niðurstaðan er alltaf sú sama, við þurfum að þjappa þessum samliggjandi einingum saman og flytja meira súrefni niður á jarðhæðina. Þar sem þjónustan er veitt. Fækka stjórnendum og fjölga kennurum. Borga framlínunni betur.“

Guðmundur segir umræðuna um sameiningu sveitarfélaga ótrúlega viðkvæma. Sérstaklega meðal þeirra sem er í raun í þeirri stöðu til að takast á við þetta verkefni.

„Um áratugaskeið hafa kjörnir fulltrúar um allt land keppst við að verja fyrirkomulag sem öll gögn sýna að gengur ekki upp.“ 

Nefnir Guðmundur sem dæmi Vestfirði. Þar séu sjö bæjarstjóra, eða einn bæjarstjóri á hverja 1.000 íbúa. Þessir bæjarstjórar séu með hátt í tvö hundruð milljónir í laun á ári sem greiðist úr sameiginlegum sjóðum Vestfirðinga.

„Á svæði þar sem fjárhagur hvers einasta sveitarfélags hangir á horriminni og viðkvæmasta þjónustan er skorin við nögl. Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt.“ 

Guðmundur segir umræðuna um sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum vissulega viðkvæm, en hún sé jafnvel viðkvæmari á suðvesturhorni landsins.

„Eins og það sé eitthvert náttúrulögmál að skipta svæði sem telur færri íbúa en Stoke upp í sex stjórnsýslueiningar.“ 

Ekkert sé athugavert við að greiða stjórnendum sveitarfélaga góð laun. Laununum þurfi þó að fylgja sú eðlilega krafa að stjórnendur standi undir ábyrgðinni sem starfinu fylgi.

„Sýni að þeir geti tekið erfiðar ákvarðanir sem skila skynsamlegri rekstri og betri þjónustu. Það er það sem öllum vel launuðum stjórnendum ber að gera. 

Mín vegna mega þeir fá ríflegan kaupauka ef þeim tekst að taka aðeins til í þessu höfuðstóra fyrirbæri.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur