fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Klám hefur ekki endilega áhrif á álit karla á konum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. júlí 2022 22:00

FBI sendi klámviðvörun frá sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er óhollt fyrir karla að horfa á klám? Þetta er spurning sem reynt hefur verið að svara í mörgum vísindarannsóknum. Almennt virðist skilningurinn vera sá að mikil klámnotkun hafi neikvæð áhrif á álit karla á konum. En hugsanlega er þetta fljótfærnisleg niðurstaða. Að minnsta kosti ef miðað er við niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Abertay University í Dundee í Skotlandi að sögn Videnskab.

Vísindamenn við háskólann telja að fólk þurfi að temja sér meiri víðsýni þegar áhrif kláms eru metin.

Í rannsókninni sýndu þeir þátttakendum myndir af klámleikurum, í fötum, nöktum eða við að stunda kynlíf. Síðan voru þátttakendurnir beðnir um að gefa aðdráttarafli annarra kvenna einkunn. Sumar af konunum, sem þeir áttu að dæma, höfðu þeir séð áður en sumar aldrei áður.

Niðurstaðan var að það að sjá klámleikarana áður dró úr mati karlanna á aðdráttarafli kvenna, sem þeir höfðu séð áður, hvað varðaði líkama þeirra en ekki hvað varðaði andlit þeirra.

Þetta átti við bæði hjá gagnkynhneigðum körlum og samkynhneigðum. Það bendir til að kynferðisleg örvun hafi ekki verið aðalástæðan fyrir þessu.

Christopher Watkins, sem vann að rannsókninni, segir í fréttatilkynningunni að í rannsóknum framtíðarinnar verði sjónunum hugsanlega beint að konum og þessu sömu áhrifum á þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing