fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

CNN með ítarlega umfjöllun um íslenskar laugar – „Óteljandi baðstaðir“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 16:11

Mynd af náttúrulaug/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Töfrandi útsýni með gufustrókum eru algeng sjón þegar ekið er á malarvegum um firði Íslands.“

Svona hefst ítarleg umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins CNN um heitar laugar á Íslandi. Í kjölfarið er talað um jarðhitavirkni Íslands og hvernig hún nýtist í laugar landsins sem nýttar eru til jafns af Íslendingum og túristum. „Allt frá náttúrulegum grýttum gígum og til manngerðra lúxus lauga, það eru óteljandi baðstaðir fyrir hvers konar gesti, í hvaða veðri sem er,“ segir svo í umfjölluninni. Án efa eru það ágætis ýkjur að segja að baðstaðirnir séu „óteljandi“ þó svo að þeir séu nokkuð margir.

„Hvort sem þú ert að keyra umhverfis landið eða ert að fara utanvegar á fjórhjóladrifnu farartæki þá er hér listi af elskuðum heitum laugum – sem sumar eru ansi fásóttar – fyrir næstu ferð þína til Íslands,“ segir því næst í umfjölluninni en ekki er vakin athygli á því að utanvegaakstur er óheimill hér á landi samkvæmt lögum. Brot á þessum lögum getur leitt til hárra fjársekta. Það er þó heimilt að aka utanvega ef snjór er yfir öllu, jörð frosin og aðstæður þannig að bifreiðin fer ekki niður úr snjónum og skemmi jörð.

Þá er farið yfir heitu laugarnar og þeim lýst. Bæði er farið yfir manngerðar laugar eins og GeoSea á Húsavík, Bláa lónið, Sky Lagoon og fleiri en einnig er bent á ýmsar náttúrulaugar eins og Laugavallalaug, Hrunalaug og Hellulaug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos