fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Gat hvorki pissað né kúkað í þrjá daga – Þorði ekki að segja eiginkonunni ástæðuna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 22:00

Svona sat flaskan í endaþarminum. Mynd:Clinical Case Reports Journal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þrjá daga var írönsk kona með miklar áhyggjur af fimmtugum eiginmanni sínum sem gat ekki borðað, var illt í maganum og gat hvorki pissað né kúkað. Að lokum var ástand hans orðið svo slæmt að þau fóru á slysadeild. Þegar þangað var komið vildi maðurinn ekki skýra læknum frá hvað hann taldi valda þessum erfiðleikum en áður hafði hann ekki þorað að segja eiginkonu sinni frá því.

Hann var settur í myndatöku og þá kom ástæðan fyrir magaverkjunum og stíflunum í ljós. Skýrt er frá málinu í Clinical Case Reports Journal. Þar segja læknar frá Imam Khomeini sjúkrahúsinu í Sari í Íran frá því að 19 cm löng vatnsflaska hafi setið föst í endaþarmi mannsins.

Flöskunni hafði verið stungið inn með botninn á undan og hafði maðurinn reiknað með að geta notað flöskuhálsinn sem einhverskonar handfang til að ná flöskunni út aftur. En flaskan fór óvart svo langt inn að hann gat ekki náð henni sjálfur út.

Hann sagðist ekki hafa þorað að segja eiginkonu sinni frá þessu því hann hafi „skammast sín“ og „verið hræddur við hana“.

Læknum tókst að ná flöskunni út úr endaþarmi mannsins án þess að hann biði skaða af.

Þremur dögum síðar var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu og vísað til sálfræðings.

Læknarnir skýra ekki frá því í greininni af hverju maðurinn stakk flöskunni upp í endaþarminn en segja að hlutum sé stundum stungið upp í endaþarminn til að fá kynferðislega fullnægingu.

Einnig segja þeir frá því að hlutir á borð við ljósaperur, lögreglukylfur, úðabrúsa og steikarpinna hafi fundist í endaþörmum fólks um allan heim. Aðallega hjá karlmönnum á aldrinum 30 til 40 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi