fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Hjálmlaus unglingur í umferðaróhappi á bifhjóli – Stal ilmvatnsglösum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 05:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Garðabæ lentu bifreið og létt bifhjól í árekstri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ökumaður bifhjólsins, sem er 14 ára, var ekki með hjálm og kvartaði undan höfuðverk. Hann var fluttur á bráðadeild með sjúkrabifreið. Móðir hans var á vettvangi.

Á sjötta tímanum í gær var maður staðinn að þjófnaði úr verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Hann hafði stolið þremur ilmvatnsglösum. Maðurinn sagðist hafa haldið að hann mætti taka þessi glös því um prufur væri að ræða og sagði að það mætti í heimalandi hans. Lögreglan gerði skýrslu um málið.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur en hraði bifreiðar hans mældist 107 km/klst á Kringlumýrarbraut en leyfður hámarkshraði þar er 80 km/klst.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr geymslu í fjölbýlishúsi. Þaðan var verkfærum og fleiru stolið.

Í Grafarvogi var ölvaður maður handtekinn á öðrum tímanum í nótt. Hann var að ónáða fólk og fór ekki að fyrirmælum lögreglunnar. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Í gær

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?
Fréttir
Í gær

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“