fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Sölvi Tryggva saklaus af því að ráðast á vændiskonu – Slúðrið á samfélagsmiðlum á misskilningi byggt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. júlí 2022 08:41

Sölvi Tryggvason Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að upphaf nýjustu #metoo-bylgju hafi verið ásakanir á hendur fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni. Ein af þeim sögusögnum sem gekk á samfélagsmiðlum var að þjóðþekktur einstaklingur hefði keypt sér þjónustu vændiskonu og síðan verið handtekinn fyrir að ganga í skrokk á henni. Atvikið átti að hafa átt sér stað um miðjan marsmánuð í fyrra og var ýjað af því á samfélagsmiðlum að sá aðili væri Sölvi Tryggvason. Voru fjölmiðlar meðal annars sakaðir um að þagga málið niður.

Að endingu varð samfélagsmiðlastormurinn til þess að Sölvi steig fram í eigin hlaðvarpsþætti og tjáði sig um málið í í fullkominni geðshræringu eins og frægt varð.

Í umfjöllun Mannlífs í morgun  kemur fram að málið hafi verið á misskilningi byggt. Segist miðillinn hafa fengið það staðfest að glæpurinn hafi sannarlega átt sér stað á þessum tíma en hinn brotlegi hafi verið annar maður. Segir í umfjöllun Mannlífs að „Metoo-bylgjan sem hófst með sögusögnunum um fjölmiðlamanninn og sú bylgja stendur enn yfir, hófst því á röngum sakargiftum.“

Kemur fram í umfjölluninni að gerandinn, sem ekki sé þjóðþekktur, hafi játað sök og bíði dóms í málinu.

„Þessi árás átti sér vissulega stað. Sölvi kom henni bara engu nálægt. Tímasetningin passar og sjónvarvottar hlúðu að konunni. Viðkomandi var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eftir því sem ég best veit hefur hann gengist við brotum sínum. Ég er bundinn trúnaði, en mér fannst hrikalegt að fylgjast með atburðarrásinni í fjölmiðlum,” segir ónafngreindur lögmaður í umfjöllum Mannlífs.

Enn fremur kemur fram að á sama tíma hafi Sölvi sjálfur hringt á lögreglu vegna hótana fyrrum ástkonu í kjölfar sambandsslita.

Nánar er fjallað um málið á vef Mannlífs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“