fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
FréttirPressan

„Bleika kókaínið“ komið til Evrópu

Pressan
Föstudaginn 15. júlí 2022 18:31

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiturlyf sem kallað hefur verið „bleikt kókaín“ og hefur verið vinsælt í Suður-Ameríku er nú farið að finnast í auknum mæli í Evrópu, sérstaklega á Spáni.

Þrátt fyrir nafnið inniheldur efnið sjaldnast nokkuð kókaín heldur er um að ræða verksmiðjuframleitt lyf sem líkist frekar MDMA og framkallar allt frá eins konar alsælutilfinningu til mikilla ofskynjana. Oft inniheldur það líka ketamín, koffein og jafnvel fentanýl. Bleiki liturinn kemur síðan einfaldlega frá matarlit.

Bleika kókaínið er þekkt undir fleiri nöfnum, svo sem 2C-B, Tusi eða Tusibi.

Efnið hefur fest sig í sessi á teknóklúbbum og tónlistarhátíðum í Suður-Ameríku en nýjustu fréttir herma að efnið sé komið til Evrópu og sé til að mynda vinsælt á Ibiza.

Mest af efninu er framleitt í Kólumbíu, Argentínu og Úrúgvæ.

Bleiki liturinn er hluti af markaðssetningu efnisins sem er mun dýrara en kókaín. Efnið er ýmist í duftformi, töflum eða hylkjum.

Smellið hér að neðan til að horfa á myndband um efnið sem er unnið af rannsóknarblaðamanni VICE.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Í gær

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há