fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Ölvaðir í umferðaróhappi og ofurölvi eldri kona með reiðhjól

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 06:22

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna umferðaróhapps í Miðborginni. Tjónvaldur var sagður vera ölvaður og að annar ölvaður maður væri í bifreiðinni með honum og væru þeir að drekka bjór.

Tvímenningarnir voru handteknir og fluttir í fangageymslu. Þeir eru grunaðir um að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og sviptir ökuréttindum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar fann til eymsla í baki og hnakka.

Skömmu fyrir miðnætti hafði lögreglan afskipti af ofurölvi eldri konu í Laugarneshverfi. Var hún með reiðhjól með sér. Hún neitaði að veita umbeðnar persónuupplýsingar og vildi ekki skýra frá dvalarstað sínum. Hún var því handtekin og vistuð í fangageymslu sökum ölvunarástands hennar.

Í Garðabæ var 15 ára ökumaður kærður fyrir að aka á 111 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Hann hefur að vonum ekki öðlast ökuréttindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu