fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Högg í maga Chelsea og fleiri stórliða

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 11:00

Serge Gnabry. Mynd/Skjáskot Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serge Gnabry hefur verið orðaður við nokkur stórlið í sumar. Samkvæmt nýjustu fréttum er líklegasta niðurstaðan þó sú að hann verði áfram hjá Bayern Munchen.

Undanfarið hefur Gnabry til að mynda verið orðaður við Chelsea á Englandi.

Nú segir Kicker í Þýskalandi hins vegar frá því að bjartsýni sé hjá bæði Bayern og Gnabry á að leikmaðurinn framlengi samning sinn við þýska stórveldið.

Núgildandi samningur Gnabry rennur út næsta sumar og þarf Bayern því helst að semja við hann í sumar, eða þá selja hann, til að eiga ekki á hættu að missa leikmanninn frítt frá sér næsta sumar.

Gnabry lék á sínum yngri árum með Arsenal en fékk aldrei nægilega mörk tækifæri með aðalliðinu þar. Hann hélt til Werder Bremen og blómstraði þar. Ári síðar var hann keyptur til Bayern Munchen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt