KÍ 3 – 1 Bodö/Glimt
1-0 Mads Mikkelsen (’12 )
2-0 Jakup Andreasen (’20 )
2-1 Victor Boniface (’55 , víti)
3-1 Jakup Andreasen (’85 )
Norska liðið Bodö/Glimt lenti í vandræðum í Færeyjum í kvöld er liðið spilaði við KÍ frá Klaksvík.
Leikið var í undankeppni Meistaradeildarinnar en Bodö/Glimt vann fyrri leikinn heima 3-0.
KÍ kom mörgum á óvart og stóð í þeim norsku í kvöld en töpuðu að lokum 3-1 þar sem litlu mátti muna.
Eina mark Bodö/Glimt kom úr vítaspyrnu í seinni hálfleik sem fleytti liðinu áfram.
Alfons Sampsted leikur með Bodö/Glimt og lék allan leikinn í hægri bakverði.