Jose Mourinho er pirraður yfir því hvernig félagaskiptaglugginn hjá Roma hefur verið í sumar en hann segir sjálfur frá þessu.
Roma hefur samið við þrjá leikmenn hingað til og þar á meðal reynslumikla miðjumanninn Nemanja Matic sem kom frítt frá Manchester United.
Roma fékk einnig markmanninn Mile Svilar frá Benfica og varnarmanninn Zeki Celic sem kom frá Lille.
Mourinho vill fá nýjan vængmann inn í sumar og er félagið að reyna við Paulo Dybala sem hefur yfirgefið Juventus.
,,Getið þið séð það á svipnum á mér að ég hef áhyggjur?“ sagði Mourinho í samtali við Corriere dello Sport.
,,Ég er frekar pirraður við það sem er í gangi á markaðnum en ekki hafa áhyggjur, ekki hafa áhyggjur.“
Nicolo Zaniolo er að reyna að komast burt frá Roma og horfir til Juventus sem væri mikill missir fyrir liðið.