fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Keyrt var á flugvél PLAY – „Við erum öll af vilja gerð og það er ömurlegt þegar farþegar lenda í þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 26. júní 2022 20:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástæða þess að flugi PLAY til Madrid var aflýst á síðustu stundu, með þeim afleiðingum að keppnisferð stelpnahóps frá danslistarskóla JSB er í uppnámi, var sú að keyrt var á vélina sem flytja átti hópinn. Reynt var fram á síðustu stundu að útvega aðra vél sem ekki tókst og auk þess dróst viðgerðin á vélinni sem keyrt var á.

Nadine Guðrún Yaghi, upplýsingafulltrúi PLAY, segi að henni þyki þetta mjög leiðinlegt. „Auðvitað er ömurlegt af þessi hópur kemst ekki í keppnina en ég hef fulla trú á að þeim takist að finna annað flug,“ segir Nadine. Hún bendir á að ófyrirséð atvik valdi því að flug falli stundum niður og þegar ein flugvél falli út verði keðjuverkun.

Um mál danshópsins er meðal annars fjallað á Vísir.is í kvöld.

„Það er auk þess brjálæðisleg mannekla í fluggeiranum akkúrat núna. Þegar svona kemur upp, eins og það sem gerðist með vélina okkar í dag, þá fer allt á hliðina hjá okkur því við þurfum að koma farþegum hingað og þangað og finna leiðir. Svo eru einhvern veginn allir að reyna að ná í okkur á sama tíma. Þjónustudeildin er á milljón að reyna að sinna öllum. Svo eru stundum bara ekki komin svör en við sendum út sms um leið og við vitum meira.“

PLAY almennt stundvíst flugfélag

Nadine bendir á að aflýst flug séu alls ekki daglegt brauð hjá PLAY heldur séu stundvísi og snurðulausir farþegaflutningar reglan. „Við förum meira en 20 ferðir með samtals um 4.000 farþega á hverjum einasta degi. En þegar ein vél dettur út eins og í dag þá verður keðjuverkun.“

Nadine dregur einnig fram að í júní hafi PLAY verið með 85% stundvísi á flugum sem þykir mjög hátt hlutfall.

„Við erum öll af vilja gerð og það er ömurlegt þegar farþegar lenda í þessu. En við reynum að gera okkar besta í stöðunni,“ segir Nadine og bendir á að þau mál sem rata í fjölmiðla vegna hnökra á þjónustunni lýsi ekki ástandi sem sé dæmigert fyrir starfsemi PLAY.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari
Fréttir
Í gær

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér
Fréttir
Í gær

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“