fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Örvænting grípur um sig í Port Elizabeth – „Day zero“ nálgast óðfluga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júní 2022 07:03

Port Elizabeth. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í borginni Port Elizabeth í Suður-Afríku eru margir íbúar orðnir örvæntingarfullir vegna hættunnar á að borgin verði uppiskroppa með drykkjarvatn.

Um ein milljón manna býr í borginni. Þurrkar hafa herjað á svæðið við Nelson Mandela Bay og því styttist óðfluga í hinn svokallaða „Day zero“ að sögn Washington Post.

Á mánudaginn vöruðu borgaryfirvöld við því að vatnsmagnið í fjórum uppistöðulónum, sem sjá borginni fyrir vatni, sé orðið mjög lítið, komið á krítískt stig. Sögðu þau að aðeins sé vatn til tveggja vikna.

Miklir þurrkar hafa verið á svæðinu síðan 2015.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem „Day zero“ ógnar stórborg í Suður-Afríku. Fyrir fjórum árum var það Höfðaborg sem glímdi við vatnsskort. Borgin fær aðallega vatn frá uppistöðulónum en vegna mikilla þurrka gekk mjög á vatnið.

Yfirvöld hafa beðið íbúa í Port Elizabeth um að takmarka vatnsnotkun sína við 50 lítra á sólarhring en það mun lengja tímann fram að „Day zero“ og veita yfirvöldum tækifæri til að flytja byggja innviði til vatnsflutninga frá öðrum uppistöðulónum. Með þeirri aðferð tókst einmitt að forða Höfðaborg frá vatnsskorti fyrir fjórum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn