fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Skotárásin rannsökuð sem tilraun til manndráps

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 16:16

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotárásin í Miðvangi í Hafnarfirði í morgun er rannsökuð sem tilraun til manndráps, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Karlmaður á sjötugsaldri er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn. Hann er talinn hafa skotið á tvo kyrrstæða bíla, annar var mannlaus, en maður og barn var í hinum bílnum, samkvæmt heimildum Vísis.

Tilkynning lögreglu um málið er eftirfarandi:

„Skotárás á Miðvangi í Hafnarfirði í morgun er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Karlmaður á sjötugsaldri er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á tvær kyrrstæðar bifreiðar á bifreiðastæði á milli fjölbýlishúss og leikskóla. Önnur bifreiðin var mannlaus en hin ekki, og þykir mikil mildi að ekki fór verr.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ákvörðun um gæsluhaldvarðhaldskröfu eða önnur úrræði gagnvart manninum liggur ekki fyrir.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“
Fréttir
Í gær

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu