fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Rússnesk flugfélög hafa fundið leið fram hjá refsiaðgerðum Vesturlanda

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. júní 2022 16:30

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem rússnesk flugfélög hafi fundið leið fram hjá refsiaðgerðum Vesturlanda sem gert að verkum að þau geta ekki flogið í gegnum lofthelgi flestra Evrópuríkja og geta ekki leigt flugvélar eða keypt varahluti í þær vélar sem þau hafa yfir að ráða.

Refsiaðgerðirnar eru tilkomnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. En eftir því sem Bloomberg segir þá hafa rússnesk flugfélög fundið leið framhjá þessum refsiaðgerðum í gegnum Tyrkland. Þetta á meðal annars við um flugfélögin Nordwind Airlines og Azur Air. Þau eru bæði með bækistöð í Rússlandi er heyra undir stærri félög sem tyrkneskir fjárfestar stýra.

Með því að láta móðurfélögin stofna ný dótturfélög eða alveg nýtt flugfélag í Tyrklandi geta Nordwind og Azur tekið flugvélar á leigu á löglegan hátt á nýjan leik og orðið sér úti um varahluti. Þetta geta ríkisreknu flugfélögin Aeroflot og Rossiya hins vegar ekki.

Tyrkir hafa einir NATÓ-ríkja ekki gripið til refsiaðgerða gegn Rússland og því er þessi leið opin fyrir rússnesku félögin.

Eftir því sem segir á bloggsíðunni „Live and Lets Fly“ þá hefur Nordwind nú þegar átt í viðræðum um leigu á flugvélum fyrir nýtt félag, væntanlega undir nafninu Southwind.

Hvorki Nordwind né Azur hafa staðfest þessar fréttir. Ef af þessu verður er ólíklegt að tyrknesk yfirvöld muni stöðva þetta að sögn Jótlandspóstsins. Tyrkir fari ekki leynt með áhuga sinn á að fá rússneskt fjármagn inn í landið. Samkvæmt fréttum tyrkneskra fjölmiðla íhuga mörg rússnesk fyrirtæki, þar á meðal Gazprom, að flytja evrópsku höfuðstöðvar sína til Tyrklands.

En það sem er kannski einna mikilvægast fyrir Tyrki er að Rússar eru stærsti og mikilvægasti hópur þeirra ferðamanna sem koma til landsins. 2019, síðasta árið fyrir heimsfaraldurinn, komu sjö milljónir Rússa til landsins. Tyrkir hafa mikla þörf fyrir rússneska ferðamenn því gjaldmiðill landsins hefur verið í frjálsu falli og verðbólgan er rúmlega 70%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“