fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Rannsókn varpar ljósi á hversu slæmt það er að sitja of mikið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 16:30

Situr þú of mikið?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Löng fundarseta, seta við skrifborðið í vinnunni, seta yfir sjónvarpinu eða tölvunni. Allt hefur þetta ákveðinn kostnað í för með sér heilsufarslega. Niðurstöður fjölda rannsókna hafa sýnt fram á að það að sitja of mikið sé allt annað en hollt fyrir okkur.

Niðurstöður nýrrar stórrar rannsóknar, sem alþjóðlegur hópur vísindamanna gerði, styðja við niðurstöður fyrri rannsókna. Rúmlega 100.000 manns, í 21 landi, tóku þátt í rannsókninni.

Vísindamennirnir komust að því að fólk sem býr á fátækum svæðum verði fyrir meiri og verri heilsufarsáhrifum af því að sitja mikið.

Aukin hætta á ótímabærum dauða og hjartasjúkdómum fylgdi of mikilli setu í öllum hópum sem tóku þátt í rannsókninni. En hættan var meiri hjá fólki sem býr í lágtekjulöndum á borð við Banglades, Indlandi og Simbabve. Science Alert skýrir frá þessu.

Það að sitja í sex til átta klukkustundir á dag, hvort sem það er í bíl, vinnunni eða fyrir framan sjónvarpið jók hættuna á hjartasjúkdómum og ótímabærum dauða um 12 til 13% miðað við þá sem sátu í minna en fjórar klukkustundir á dag.

Ef setið er í meira en átta klukkustundir á dag eru líkurnar á hjartasjúkdómum og ótímabærum dauða 20% hærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög