fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Ný mynd frá Marsbílnum Perseverance vekur áhyggjur af mengun á Mars

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. júní 2022 07:30

Hér sést teppisbúturinn. Mynd:Nasa's Perseverance Mars Rover / @NASAPersevere

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýleg mynd sem Perseverance tók á Mars hefur vakið upp áhyggjur af mengun á Mars. Um mengun af mannavöldum er að ræða.

Samkvæmt frétt The Guardian þá sendi Perseverance nýlega mynd til jarðar sem var ekki bara af ryki þöktu landi, rauðum sandstormum eða grjóti. Á myndinni sést silfurlitaður hlutur sem glampar á. Hluturinn er á milli tveggja steina.

Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni hafa nú komist að því að þessi hlutur er hluti af hitateppi sem var notað þegar Perseverance lenti á Mars á síðasta ári.

Hitateppið var losað af Perseverance í lendingarferlinu og var það gert í um 2 km fjarlægð frá staðnum þar sem búturinn var myndaður. Spurningin er því hvort hann hafi lent á þessum stað fljótlega eftir það eða hvort hann hafi borist þangað með vindi?

Myndin hefur endurvakið áhyggjur af að geimrannsóknir og rannsóknir á öðrum plánetum geti mengað viðkvæmt umhverfið. Samkvæmt the Outer Space Treaty frá 1967 skuldbundu ríki heims sig til að forðast að menga staði utan jarðarinnar.

Að sögn Andrew Coates, prófessors og geimvísindamanns, þá eru góðu fréttirnar þær að allt er dauðhreinsað áður en það er sent til Mars og að á þeim níu mánuðum sem ferðin til Mars tekur hjálpi geimgeislun til við að halda manngerðum hlutum dauðhreinsuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ
Pressan
Í gær

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Í gær

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?