fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Segir að það stefni hratt í að ákveðin byggðarlög verði læknislaus á næstu árum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 09:00

Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélagsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef ekkert verður að gert stefnir hratt í að ákveðin byggðarlög verði læknislaus innan fárra ára. Þetta segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Hún segir að heilbrigðisþjónustan hangi víða á bláþræði vegna manneklu og fjöldi lækna sé að komast á eftirlaunaaldur og ekki sé að sjá að einhver komi í þeirra stað.

„Það sem mér fannst verst var að sjá að við erum ekki vel sett neins staðar þegar kemur að mönnun,“ sagði Steinunn um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni þegar hún ræddi við Fréttablaðið.

Hún sagðist sjálf starfa á Landspítalanum og hafi gert alla sína starfsævi hér á landi. „Maður heldur alltaf að við séum á botninum varðandi mönnun og starfsumhverfi, en svo kemur í ljós að við erum öll á sama báti. Og það virðist vera sem enginn sé að koma til að bjarga okkur,“ sagði hún en hún lauk nýlega hringferð um landið þar sem hún heimsótti heilbrigðisstofnanir og ræddi við lækna.

„Á stærri stöðum eins og Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum er mjög þungt hljóð í fólki, veruleg mannekla og vaxandi álag. Það er skortur og þá sérstaklega í heilsugæslunni. Til dæmis á Selfossi. Þetta er svæði þar sem íbúum hefur fjölgað gríðarlega, þar er risastór sumarhúsabyggð og mikill ferðamannafjöldi fer þarna í gegn daglega. En á sama tíma hefur heilsugæslulæknum ekki fjölgað og þá erum við að tala um mörg ár aftur í tímann,“ sagði hún og bætti við að aðstaðan sé ekki til fyrirmyndar: „Bráðamóttakan þar er gjörsamlega sprungin og í algjörlega óviðunandi húsnæði sem er í raun engan veginn í stakk búið til að taka við öllu þessu álagi.“

Hún sagði að læknar á landsbyggðinni kvarti einna helst undan aðstöðunni og manneklu. Þeir þurfi að standa margar vaktir og séu bundnir yfir þeim sólarhringum saman.

Hún benti á að í sumum minni byggðarlögum séu starfandi læknar að nálgast eftirlaunaaldurinn. Sumir þeirra séu nánast alltaf einir á vakt og hafi verið árum og jafnvel áratugum saman. Spurningin sé hvað verði gert þegar þessir læknar fara á eftirlaun? Ekki sé að sjá að nein áætlun sé til staðar um hvernig verði brugðist við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð