fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Markmenn United og Liverpool mæta Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 12:32

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

U-21 árs landslið Íslands mætir því tékkneska í umspili um sæti á Evrópumótinu árið 2023.

Leikið verður heima og að heiman. Fara leikirnir fram á dögunum 19. – 27. september næstkomandi.

Lokamótið fer svo fram í Georgíu og Rúmeníu frá 21. júní til 8. júlí á næsta ári.

Tékkland gerði góða hluti í riðli sínum með Englandi og endaði í öðru sæti, búast má við erfiðu verkefni fyrir U21 árs lið Íslands.

Þekktustu nöfnin í herbúðum Tékka eru Matěj Kovář markvörður Manchester United og Vítězslav Jaroš markvörður Liverpool.

Kovar hefur átt stöðuna sem fyrsti kostur í markið en hann er 22 ára gamall á meðan Jaros er tvítugur. Flestir aðrir í herbúðum U21 lið Tékklands leika í heimalandinu.

Kovar hefur ekki spilað fyrir aðallið United en hann var á láni hjá Burton Albion á liðnu tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu