fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Bláir ljósspíralar á himni yfir Nýja-Sjálandi vöktu mikla athygli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júní 2022 21:00

Svona leit þetta út. Mynd:Alasdair Burns/Twinkle Dark Sky Tours

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi fólks varð vitni að því í gærkvöldi að bláir ljósspíralar birtust á himninum yfir Nýja-Sjálandi. Samfélagsmiðlar loguðu í umræðum um ljósin og fjöldi mynda af þeim var birtur þar sem og kenningar um hvað þetta gæti verið.

The Guardian hefur eftir Alasdair Burns, sem leiðbeinir fólki um stjörnuskoðun, að hann hafi fengið skilaboð frá vini sínum á áttunda tímanum um að hann skyldi drífa sig út og horfa til himins. „Um leið og við vorum komin út var augljóst hvað hann átti við,“ er haft eftir Burns.

Hann sá risastóran bláan spíral í næturmyrkrinu. „Þetta líktist risastórri spírallaga vetrarbraut, var bara þarna í skýjunum og færðist hægt og rólega um,“ sagði hann.

Meðal þeirra kenninga sem voru settar fram um spíralinn var að hér væri um fljúgandi furðuhlut að ræða, að þetta væri auglýsing eða eldflaug frá öðru landi.

Richard Easther, prófessor og eðlisfræðingur við Auckland University, sagði að líklega megi rekja þetta til geimskots. Ský af þessu tagi myndist stundum þegar eldflaugum er skotið á loft til að koma gervihnöttum á braut um jörðina.  Hér hafi líklega verið um eldflaug frá SpaceX að ræða en fyrirtækið skaut eldflaug á loft á sunnudaginn frá Canaveralhöfða á Flórída.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun