fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega sagt fyrir um hættuna á hjartaáfalli

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. júní 2022 11:00

Áfengi hefur slæm áhrif á hjartað. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega spáð fyrir um hættuna á hjartaáfalli ef hún er tengd við aðrar upplýsingar.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn the Guardian. Fram kemur að vísindamenn hafi komist að því að með því að sameina upplýsingar um mynstur æða í sjónhimnunni við aðrar hefðbundnar læknisfræðilegar upplýsingar sé betur hægt að leggja mat á hættuna á að fólk fái hjartaáfall en með núverandi aðferðum sem byggja eingöngu á lýðfræðilegum upplýsingum.

Vísindamenn notuðu gögn frá UK Biobank, en þar eru gögn um sjúkrasögu og lífsstíl 500.000 manns, í blöndu við upplýsingar um aldur, kyn, blóðþrýsting, líkamsmassa og reykingar til að rannsaka fólk, sem er skráð í UK Biobank, sem hefur fengið hjartaáfall. Vísindamennirnir öfluðu sér mynda af sjónhimnu fólksins og komust að því að ákveðin einkenni á sjónhimnunni geti gefið vísbendingar um hættuna á hjartaáfalli.

Meðalaldur þeirra sem fá hjartaáfall er 60 ár. Vísindamennirnir komust að því að nýja aðferðin þeirra sagði best fyrir um hjartaáfall fimm árum áður en það átti sér stað.  Þeir vonast til að í framtíðinni verði hægt að nota einfalda augnrannsókn til að spá fyrir um hættuna á að fólk fái hjartaáfall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar