fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Gaia geimfarið varpar ljósi á þróun sólkerfisins og óvænta „stjörnuskjálfta“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. júní 2022 20:00

Kort af Vetrarbrautinni sem var gert með aðstoð Gaia. Mynd:ESA/Gaia/DPAC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar hafa skýrt frá nákvæmustu athuguninni til þessa á Vetrarbrautinni en hún leiddi í ljós mörg þúsund „stjörnuskjálfta“ og erfðaefni geimsins. Þetta getur komið að gagni við að finna þau svæði Vetrarbrautarinnar þar sem líklegast er að finna líf.

Gaia, sem er geimfar Evrópsku geimferðastofnunarinnar,  var skotið á loft 2013. Það hefur verið notað til að skrá hreyfingar stjarna í Vetrarbrautinni í smáatriðum. Á þeim grunni er hægt að rekja hreyfingar þeirra aftur í tímann.

Gaia hefur nú skoðað tæplega tvo milljarða stjarna eða um 1% af stjörnunum í Vetrarbrautinni. Þetta gerir vísindamönnum kleift að endurgera uppbyggingu Vetrarbrautarinnar og komast að hvernig hún þróaðist á milljörðum ára.

Gaia hefur einnig komið að góðu gagni við að rannsaka efnafræðilega samsetningu, hitastig í geimnum, liti, massa og aldur stjarna. Það kom vísindamönnum mjög á óvart að þessar mælingar sýndu fram á mörg þúsund „stjörnuskjálfta“ en það eru skjálftar, einna líkastir flóðbylgjum, á yfirborði stjarna. Conny Aerts, hjá KU Leuven í Belgíu og félagi í samstarfshópnum um Gaia, sagði að sögn the Guardian að Gaia sé að opna gullnámu hvað varðar jarðskjálfta á massamiklum stjörnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“