fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Starbucks íhugar að loka salernum fyrir viðskiptavinum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 16:00

Starbucks. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðamenn bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks íhuga nú alvarlega að loka salernum kaffihúsanna fyrir viðskiptavinum. Það er því betra að kasta af sér vatni áður en farið er að heiman til að skella í sig kaffibolla hjá Starbucks.

Það er þó aðeins í Bandaríkjunum sem verið er að íhuga að gera þetta en þar rekur keðjan 9.000 kaffihús. CNN Business skýrir frá þessu.

Fram kemur að Howard Schultz, forstjóri Starbucks, hafi skýrt frá þessu nýlega á ráðstefnu í New York.

Starbucks opnaði salerni sín fyrir öllum 2018 eftir atvik þar sem tveimur svörtum Bandaríkjamönnum var meinaður aðgangur að salerni á meðan þeir biðu eftir vini sínum. Þeir voru handteknir í kjölfarið.

Starbucks lenti í miklum ólgusjó í kjölfarið og neyddist til að biðjast afsökunar opinberlega. Í framhaldi af því var ákveðið að opna salernin fyrir öllum.

Nú segir Schultz að vegna öryggissjónarmiða geti fyrirtækið neyðst til að loka salernunum. Hann sagði að svo mikill vandi stafi nú orðið af andlega veiku fólki að starfsfólkinu geti stafað hætta af því sem og öðrum viðskiptavinum þegar salernin eru opin fyrir alla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar